Tau með tilgang

Velkomin á síðuna okkar! Saumó – tau með tilgang er virkniverkefni fyrir flótta- og innflytjendakonur sem gera og selja handunnar vörur. Auk þess læra þær íslensku og fræðast um samfélagið. Hópurinn notar einungis efni og garn sem honum er gefið til að stuðla að umhverfisvernd. Það eru Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar sem standa að Saumó. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir félagslega einangrun kvennanna og mögulega hjálpa þeim að taka sín fyrstu skref inn á íslenskan vinnumarkað. - og það er alltaf gaman hjá okkur